Siðareglur
Þessar siðareglur gilda fyrir alla meðlimi Reykjavíkur Ju-Jitsu Klúbbsins og ná til allra athafna og viðburða sem klúbburinn stendur fyrir. Vinsamlegast kynnið ykkur og fylgið eftirfarandi siðareglum.
- Komdu fram við aðra og sjálfan þig af fullkomnum heiðarleika og sóma.
- Gættu trúnaðar í störfum þínum, nema þar sem tilkynningarskylda samkvæmt lögum á við.
- Notaðu ekki valdastöðu þína eða yfirburði til að misnota aðra.
- Gættu jafnréttis og virðingar og forðastu að mismuna einstaklingum eða hópum á grundvelli kynþáttar, þjóðernis, trúar, skoðana, fötlunar, félagslegrar stöðu, aldurs, kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna eða kynjatjáningar.
- Þiggðu ekki gjafir eða fríðindi sem gætu grafið undan trúverðugleika þínum, sjálfstæði eða óhlutdrægni.
Skilgreining á ofbeldi
Æfingar í sjálfsvarnaríþróttum fela óhjákvæmilega í sér beitingu líkamlegs afls. Við virðum mörk æfingafélaga okkar og æfum eingöngu innan þeirra ramma sem þjálfari setur og iðkandinn samþykkir. Öll ofbeldi eða beiting afls utan þessa ramma er með öllu óásættanleg.
Hegðunarviðmið fyrir þjálfara
- Komdu fram með virðingu
- Komdu fram við alla iðkendur af jafnræði, óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
- Virðingu skal sýna öllum einstaklingum, óháð getu þeirra eða metnaði til að ná árangri.
- Sýndu iðkendum, foreldrum/forráðamönnum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og öðru starfsfólki virðingu og hvettu iðkendur til að gera slíkt hið sama.
- Berðu virðingu fyrir mörkum og þægindaramm a hvers iðkanda. Gakktu úr skugga um að mörkin milli þjálfunar og ofbeldis séu skýr í framkvæmd.
- Komdu fram af heilindum
- Fylgdu reglum íþróttarinnar, haltu uppi heilindum og virðingu og hvettu iðkendur til að gera slíkt hið sama.
- Stuðlaðu að jákvæðu og íþróttamannslegu umhverfi þar sem engin efni eða frammistöðubætandi lyf eru til staðar.
- Tryggðu trúnað og gættu varúðar við meðferð persónuupplýsinga. Undantekningar frá trúnaði ættu aðeins að vera gerðar af nauðsyn og í samræmi við lagaskyldur.
- Vertu góð fyrirmynd bæði innan sem utan vallar
- Sérhver iðkandi á skilið athygli og jöfn tækifæri.
- Leggðu þig fram við að tryggja að iðkendur fái sem mest út úr þjálfun sinni.
- Sýndu sanngirni, tillitssemi og heiðarleika.
- Stuðlaðu að heilbrigðum lífsstíl með því að sýna gott fordæmi.
- Berðu virðingu fyrir þjálfarastarfinu
- Haltu háum kröfum varðandi tungumál, hegðun, stundvísi, undirbúning og kennslu/þjálfun.
- Sýndu íþróttinni og félaginu virðingu og fylgdu reglum.
- Vertu stoltur af starfi þínu og leitaðu leiða til að auka þekkingu þína.
- Skipuleggðu vinnu þína með hliðsjón af getu og þroska iðkenda.
- Ekki hika við að leita samstarfs við aðra þjálfara eða sérfræðinga.
- Taktu leiðtogahlutverk þitt alvarlega og notaðu stöðu þína á uppbyggilegan hátt.
- Haltu iðkendum og forráðamönnum þeirra upplýstum um þjálfunina.
- Starfaðu alltaf í þágu iðkendanna.
- Tryggðu öryggi umhverfisins og að aðstaðan sé hæf til þjálfunar miðað við aldur og þroska iðkendanna.
- Settu heilsu og vellíðan iðkendanna í forgang og forðastu að setja þá í aðstæður sem gætu ógnað heilsu þeirra.
- Sýndu athygli og umhyggju þeim sem hafa meiðst eða leita til þín vegna andlegrar vanlíðunar.
- Forðastu aðstæður þar sem þú ert einn með iðkanda.
- Ofbeldi er ekki liðið í íþróttum!
- Vertu vakandi og gríptu til aðgerða gegn hvers kyns ofbeldi: líkamlegu, kynferðislegu eða andlegu.
- Ekki misnota stöðu þína og vald með kynferðislegum framgangi eða á annan hátt.
- Forðastu líkamleg snertingu við iðkendur nema hún sé nauðsynlegur hluti af þjálfuninni.
- Þú ert skuldbundinn til að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef grunur leikur á að barn hafi verið vanrækt, beitt ofbeldi eða búi við aðstæður sem ógna heilsu þess og þroska.
Hegðunarviðmið fyrir iðkendur
- Komdu fram með virðingu
- Komdu fram við alla af jafnræði, óháð aldri, kyni, kynþætti, kynhneigð, fötlun, stjórnmálaskoðunum, uppruna, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
- Virðingu skal sýna öllum einstaklingum, óháð getu þeirra eða metnaði til að ná árangri.
- Sýndu íþróttinni virðingu og fylgdu reglum, siðum og venjum hennar.
- Sýndu æfingafélögum þínum, foreldrum/forráðamönnum, sjálfboðaliðum, þjálfurum og öðru starfsfólki virðingu.
- Leggðu þitt af mörkum til að skapa jákvæða stemningu án líkamlegs, andlegs og kynferðislegs ofbeldis.
- Virtu mörk og þægindaramma æfingafélaga þinna. Gættu þess að halda skýrum mörkum milli þjálfunar og ofbeldis.
- Komdu fram af heilindum
- Fylgdu reglum íþróttarinnar og komdu fram af fullkomnum heiðarleika og sóma gagnvart sjálfum þér og öðrum.
- Leggðu þitt af mörkum til að skapa jákvæða stemningu og umhverfi laust við efni og frammistöðubætandi lyf.